LeBron James hefur verið úrskuraður í leikbann í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir að hafa verið rekinn af velli í leik Los Angeles Lakers og Detroit Pistons.
James fékk eins leiks bann en hann gaf Isaiah Stewart olnbogaskot og fékk Stewart skurð fyrir ofan augað.
Stewart brást illa við og missti stjórn á skapinu í kjölfarið. Fyrir vikið hefur hann verið úrskurðaður í tveggja leikja bann.