Luka Doncic sneri aftur á völlinn eftir ökklameiðsli þegar Dallas Mavericks vann LA Clippers 112:104 eftir framlengdan leik í borg englanna í nótt.
Doncic skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Lettinn Kristaps Porzingis var stigahæstur með 30 stig og hefur verið mjög atkvæðamikill að undanförnu.
Reggi Jackson var stigahæstur hjá Clippers með 31 stig en Paul George hafði knúið fram framlengingu fyrir Clippers með körfu á síðustu stundu í venjulegum leiktíma.
Frakkinn Evan Fournier var stigahæstur með 26 stig þegar New York Knicks vann LA Lakers á Manhattan 106:100. Fournier mætti Íslandi á EM í Finnlandi 2017 rétt eins og Doncic.
LeBron James tók út leikbann hjá Lakers og var Russell Westbrook stigahæstur með 31 stig.
Úrslit:
Detroit - Miami 92:100
New York - LA Lakers 106:100
Portland - Denver 109:100
LA Clippers - Dallas 104:112