Doncic sneri aftur og Dallas vann

Luka Doncic leggur boltann í körfu LA Clippers í nótt.
Luka Doncic leggur boltann í körfu LA Clippers í nótt. AFP

Luka Doncic sneri aftur á völlinn eftir ökklameiðsli þegar Dallas Mavericks vann LA Clippers 112:104 eftir framlengdan leik í borg englanna í nótt.

Doncic skoraði 26 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Lettinn Kristaps Porzingis var stigahæstur með 30 stig og hefur verið mjög atkvæðamikill að undanförnu.

Anthony Davis og Evan Fournier í Madison Square Garden í …
Anthony Davis og Evan Fournier í Madison Square Garden í nótt. AFP

Reggi Jackson var stigahæstur hjá Clippers með 31 stig en Paul George hafði knúið fram framlengingu fyrir Clippers með körfu á síðustu stundu í venjulegum leiktíma. 

Frakkinn Evan Fournier var stigahæstur með 26 stig þegar New York Knicks vann LA Lakers á Manhattan 106:100. Fournier mætti Íslandi á EM í Finnlandi 2017 rétt eins og Doncic.

LeBron James tók út leikbann hjá Lakers og var Russell Westbrook stigahæstur með 31 stig.

Úrslit:

Detroit - Miami 92:100
New York - LA Lakers 106:100
Portland - Denver 109:100
LA Clippers - Dallas 104:112

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert