„Vitum að við getum unnið Hollendinga“

Íslenska landsliðið nýtur aftur krafta Martins Hermannssonar.
Íslenska landsliðið nýtur aftur krafta Martins Hermannssonar. Haraldur Jónasson/Hari

Karlalandsliðið í körfuknattleik mun hefja leik í undankeppni HM annað kvöld. Ísland mætir þá Hollandi í Amsterdam en í riðlinum eru einnig Rússland og Ítalía.

Ísland var áður búið að vinna sig inn í undankeppnina úr forkeppni þar sem liðið var í riðli með Svartfjallalandi og Danmörku. Forkeppnin síar út veikari lið og í undankeppninni eru meira eða minna lið sem hafa komist inn á stórmót á síðasta áratuginn.

Þrjú lið af fjórum komast áfram á næsta stig undankeppninnar en lokakeppni HM fer fram 2023. „Við förum bara brattir inn í þessa keppni. Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Í sambandi við andstæðingana í riðlinum þá á ég eftir að sjá leikmannahópana hjá Rússum og Ítölum til að geta metið hvernig möguleika við eigum. Við erum nánast með okkar sterkasta lið,“ sagði Martin Hermannsson þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Holland verður fyrsti andstæðingur Íslands annað kvöld.

„Ég kannast við þrjá leikmenn hjá Hollendingum sem ég hef spilað á móti úti um allt. Þeir eru með hörkulið og sýndu það líka þegar þeir komust á Eurobasket í fyrra. Hollendingar hafa unnið sterkar þjóðir á síðustu árum og eru þar af leiðandi með hörkuleikmenn. Ég held að þessi lið, Ísland og Holland, gætu verið mjög svipuð. Við þurfum að hafa fyrir öllu á móti Hollendingum en vitum einnig að við getum unnið þá. Í lokaundirbúningi fyrir leikinn eigum við náttúrlega eftir að fara nánar í að skoða andstæðingana.“

Nánar er rætt við Martin um undankeppnina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert