Rússland vann Ítalíu í Rússlandi í St. Petersburg í dag í fyrsta leiknum í H-riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM karla í körfuknattleik.
Rússar unnu nokkuð stóran sigur 92:78 þegar uppi var staðið en leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Rússar unnu síðasta leikhlutann 28:19 og náðu þá að stinga af.
Ísland og Hollan mætast klukkan 18:30 í Hollandi og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á mbl.is.