Phoenix Constanta fékk 59:87-skell á heimavelli gegn Satu Mare í efstu deild Rúmeníu í körfubolta í dag.
Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir átti góðan leik fyrir Constanta, þrátt fyrir stórt tap, og skoraði 17 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar á rúmum 28 mínútum spiluðum. Var hún stigahæst í sínu liði.
Sara og stöllur eru í sjötta sæti deildarinnar með tíu stig eftir sjö leiki. Satu Mare er í toppsætinu með 15 stig.