Aliyah Collier skoraði 21 stig og tók sautján fráköst fyrir Njarðvík þegar liðið vann 69:60-sigur gegn Val í toppslag úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í elleftu umferð deildarinnar í kvöld.
Njarðvík byrjaði leikinn betur og leiddi með ellefu stigum í hálfleik, 36:25. Njarðvíkingar voru með frumkvæðið í síðari hálfleik en Valskonum tókst að minnka forskot þeirra í fjögur stig, 60:64, þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Lengra komust Valsarar hins vegar ekki og Njarðvík fagnaði sigri.
Lavína Gomes skoraði 15 stig fyrir Njarðvík en Ameryst Alston var stigahæst Valskvenna með 26 stig átta fráköst.
Njarðvík er með 18 stig í efsta sæti deildarinnar en Valur er í þriðja sætinu með 14 stig.
Þá hafði Grindavík betur gegn Keflavík í suðurnesjaslagnum í HS Orku-höllinni í Grindavík, 84:72.
Mikið jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 37:36, Keflavík í vil, í hálfleik. Grindavík leiddi með fjórum stigum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, 72:68, og Keflvíkingum tókst ekki að snúa leiknum sér í vil á lokamínútunum.
Robbi Ryan átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík; skorað 31 stig og tók þrettán fráköst, en Daniela Wallen var stigahæst í liði Keflavíkur með 27 stig og þrettán fráköst.
Grindavík er með 8 s tig í sjötta sætinu en Keflavík er í fjórða sætinu með 12 stig.
Michaela Kelly átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik þegar liðið vann sinn annan leik á tímabilinu gegn Skallagrími í Smáranum í Kópavogi.
Leiknum lauk með 81:74-sigri Breiðabliks en Kelly var með þrefalda tvennu; 20 stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar.
Skallagrímur leiddi 23:19 eftir fyrsta leikhluta en Breiðablik tókst að snúa leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og var staðan 44:37, Breiðabliki í vil, í hálfleik.
Breiðablik leiddi með níu stigum eftir þriðja leikhluta og þrátt fyrir hetjulega baráttu Skallagríms í fjórða leikhluta dugði það ekki til.
Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 18 stig fyrir Breiðablik en Maja Michalska var stigahæst í liði Skallagríms með 21 stig.
Breiðablik er með 4 stig í sjöunda sætinu en Skallagrímur er án stiga í neðsta sætinu.
Origo-höllin, Subway deild kvenna, 05. desember 2021.
Gangur leiksins:: 2:5, 7:11, 7:16, 9:18, 11:20, 18:27, 18:32, 25:36, 28:40, 32:42, 39:49, 41:51, 41:58, 49:59, 54:64, 60:69.
Valur: Ameryst Alston 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 12/11 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11/6 stoðsendingar, Eydís Eva Þórisdóttir 6/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5/4 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 21/17 fráköst/6 stoðsendingar, Lavína Joao Gomes De Silva 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Diane Diéné Oumou 12/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 11, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4, Helena Rafnsdóttir 3, Vilborg Jonsdottir 3/4 fráköst.
Fráköst: 26 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Helgi Jónsson.
Áhorfendur: 83
HS Orku-höllin, Subway deild kvenna, 05. desember 2021.
Gangur leiksins:: 7:4, 13:12, 17:21, 21:27, 24:27, 26:27, 31:33, 36:37, 41:41, 46:46, 54:48, 59:52, 59:60, 68:64, 72:70, 84:72.
Grindavík: Robbi Ryan 31/13 fráköst/6 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 26/12 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 8/4 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 5/5 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4.
Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 13/11 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 12/6 fráköst, Agnes María Svansdóttir 9/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 6/4 fráköst, Tunde Kilin 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2.
Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Sigurður Jónsson, Bjarni Rúnar Lárusson.
Áhorfendur: 53
Smárinn, Subway deild kvenna, 05. desember 2021.
Gangur leiksins:: 7:2, 13:7, 19:11, 19:23, 30:23, 33:25, 40:32, 44:37, 48:40, 50:47, 60:51, 62:53, 64:53, 69:57, 77:67, 81:74.
Breiðablik: Michaela Lynn Kelly 20/10 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 18/6 fráköst, Iva Georgieva 16/7 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 10/8 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 7/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 5/7 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/7 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 1.
Fráköst: 34 í vörn, 19 í sókn.
Skallagrímur: Maja Michalska 21/7 fráköst, Breana Destiny Bey 21/4 fráköst, Leonie Edringer 18/8 fráköst, Nikola Nedoro