ÍR-ingar lyftu sér af fallsvæðinu í Subway-deild karla í körfuknattleik með sigri á Grindvíkingum 79:72 í Seljaskóla í kvöld.
ÍR var yfir í leiknum svo gott sem allan tímann en að loknum fyrri hálfleik var staðan 45:39. ÍR hafði ellefu stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann og tókst að halda Grindavík fyrir aftan sig á lokakaflanum.
ÍR er nú með 6 stig í 9. sæti og hefur unnið bæði KR og Grindavík eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson tók við liðinu.
Grindavík hefur aðeins tapað þremur leikjum af fyrstu níu og er með 12 stig í 2. sæti en frekari hreyfing á eftir að komast á stöðuna í deildinni í kvöld.
Stigaskorið dreifðist vel hjá ÍR en Igor Maric skoraði mest eða 21 stig. Ivan Aurrecoechea skoraði 16 stig fyrir Grindavík.
TM Hellirinn, Subway deild karla, 09. desember 2021.
Gangur leiksins:: 4:4, 6:10, 11:15, 20:19, 25:24, 34:26, 37:31, 45:39, 51:43, 56:47, 60:51, 64:53, 69:58, 71:62, 74:67, 79:72.
ÍR: Igor Maric 21, Triston Isaiah Simpson 17/4 fráköst/8 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 15/8 fráköst, Jordan Semple 12/7 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 5/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 5, Breki Gylfason 4/3 varin skot.
Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.
Grindavík: Ivan Aurrecoechea Alcolado 16/9 fráköst, Naor Sharabani 13/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst/5 stolnir, Elbert Clark Matthews 11/4 fráköst, Kristinn Pálsson 10/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7, Kristófer Breki Gylfason 3.
Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Johann Gudmundsson, Bjarki Þór Davíðsson.
Áhorfendur: 92