Selfyssingar fá góðan liðsstyrk

Austin Magnús Bracey í leik með Val.
Austin Magnús Bracey í leik með Val. mbl.is/Hari

Austin Magnús Bracey hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu í 1. deild karla í körfuknattleik. 

Karfan.is greinir frá þessu en Bracey verður löglegur með liðinu í janúar. Austin Magnús er 31 árs og lék í mörg ár í efstu deild frá árinu 2012. Lék hann með Snæfelli, Hetti, Val og Haukum hérlendis. 

Austin Magnús er með 15,1 stig að meðaltali í leik á ferlinum samkvæmt kki.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert