Tekur gagnrýninni ekki illa

Luka Doncic.
Luka Doncic. AFP

Slóven­inn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks virðist ekki taka illa þeirri gagn­rýni sem bein­ist að lík­am­legu ásig­komu­lagi hans. 

Af og til hafa banda­rísk­ir fjöl­miðlamenn sett fram skoðanir sín­ar um að Doncic geti verið sterk­ari og snarp­ari en hann er. Allt frá því hann kom inn í NBA-deild­ina. Á þessu keppn­is­tíma­bili hef­ur umræðan aft­ur skotið upp koll­in­um og hafa nokkr­ir fjöl­miðlamenn verið gagn­rýn­ir í garð Doncic vegna þessa og benda á að hann sé þyngri á sér en í fyrra. 

Doncic hef­ur þó ekki átt í nein­um vand­ræðum með að sýna snilli sína í NBA og í vet­ur er hann til að mynda með um 26 stig að meðaltali í leik, um 8 frá­köst og 8,5 stoðsend­ing­ar að jafnaði. Hann tek­ur þó gagn­rýn­inni ekki illa og seg­ir að um þess­ar mund­ir hafi það áhrif að hann náði ekki hefðbundnu und­ir­bún­ings­tíma­bili með Dallas Mavericks. Hann eyddi drjúg­um hluta af sumr­inu með slóvenska landsliðinu vegna Ólymp­íu­leik­anna og fékk gott frí eft­ir leik­ana í Jap­an. Hann byggði sig því ekki upp fyr­ir vet­ur­inn í lang­an tíma. 

„Fólk mun tala um þetta. Ég átta mig á því að ég þarf að gera bet­ur. Þetta var langt sum­ar hjá mér. Ég fór á Ólymp­íu­leik­ana og fékk þriggja vikna frí eft­ir það. Þá reyndi ég að slaka á en kannski slakaði ég of mikið á. Ég þarf bara að kom­ast aft­ur á fulla ferð,“ sagði Doncic á blaðamanna­fundi eft­ir tap Dallas gegn Brook­lyn Nets.

Doncic hef­ur síðustu vik­urn­ar verið tæp­ur vegna ökkla­meiðsla og ekki leikið alla leiki Dallas. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 18 8 10 1449:1461 -12 16
2 Stjarnan 18 7 11 1394:1519 -125 14
3 Grindavík 18 6 12 1292:1312 -20 12
4 Hamar/Þór 18 6 12 1460:1637 -177 12
5 Aþena 18 3 15 1314:1425 -111 6
02.03 Grindavík 85:71 Aþena
01.03 Hamar/Þór 77:72 Tindastóll
25.02 Hamar/Þór 87:88 Aþena
25.02 Stjarnan 77:64 Grindavík
04.03 18:15 Stjarnan : Hamar/Þór
05.03 19:15 Aþena : Tindastóll
11.03 19:15 Tindastóll : Grindavík
11.03 19:15 Aþena : Stjarnan
26.03 19:15 Grindavík : Hamar/Þór
26.03 19:15 Tindastóll : Stjarnan
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Tindastóll 18 8 10 1449:1461 -12 16
2 Stjarnan 18 7 11 1394:1519 -125 14
3 Grindavík 18 6 12 1292:1312 -20 12
4 Hamar/Þór 18 6 12 1460:1637 -177 12
5 Aþena 18 3 15 1314:1425 -111 6
02.03 Grindavík 85:71 Aþena
01.03 Hamar/Þór 77:72 Tindastóll
25.02 Hamar/Þór 87:88 Aþena
25.02 Stjarnan 77:64 Grindavík
04.03 18:15 Stjarnan : Hamar/Þór
05.03 19:15 Aþena : Tindastóll
11.03 19:15 Tindastóll : Grindavík
11.03 19:15 Aþena : Stjarnan
26.03 19:15 Grindavík : Hamar/Þór
26.03 19:15 Tindastóll : Stjarnan
urslit.net
Fleira áhugavert