Álftnesingar sendu í kvöld skýr skilaboð um að þeir ætluðu að vera með í slagnum um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar þeir unnu stórsigur á Hetti frá Egilsstöðum.
Leikur liðanna á Álftanesi endaði með 28 stiga sigri heimamanna, 105:77, sem virðast til alls vísir en með sigrinum fóru þeir upp fyrir Hött og í annað sæti deildarinnar. Haukar, sem töpuðu óvænt fyrir Fjölni á miðvikudagskvöldið, eru með 20 stig, Álftanes er með 18 og Höttur 16 stig í þriðja sætinu. Þess ber þó að geta að Höttur á tvo leiki til góða á keppinautana tvo.
Sindramenn frá Hornafirði komust í fjórða sætið í kvöld með því að sigra Hrunamenn á Flúðum, 93:90, og eru komnir með 14 stig, en Selfoss og Fjölnir koma þar á eftir með 12 stig.
Skallagrímur lagði Hamar að velli í Borgarnesi í þriðja leik kvöldsins, 104:85, og eru Borgnesingar komnir með 10 stig í sjöunda sætinu. Hrunamenn eru með 8 stig, Hamar 4 en ÍA rekur lestina án stiga.
Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:
Borgarnes, 1. deild karla, 10. desember 2021.
Gangur leiksins:: 10:2, 16:8, 23:17, 29:22, 36:33, 43:36, 51:43, 62:45, 66:51, 71:56, 73:63, 84:68, 90:73, 96:73, 98:81, 104:85.
Skallagrímur: Bryan Anthony Battle 31/5 fráköst/9 stoðsendingar, Simun Kovac 20/11 fráköst, Davíð Guðmundsson 15/4 fráköst, Marinó Þór Pálmason 14/6 fráköst, Ólafur Þorri Sigurjónsson 9/10 fráköst/5 stoðsendingar, Arnar Smári Bjarnason 6, Bergþór Ægir Ríkharðsson 6, Almar Orn Bjornsson 2, Orri Jónsson 1.
Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.
Hamar: Dareial Corrione Franklin 36/10 fráköst, Joao Goncalo Aires Teixeira Lucas 26/6 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 15, Maciek Klimaszewski 6/8 fráköst, Bjarki Friðgeirsson 2.
Fráköst: 14 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Georgia Olga Kristiansen.
Áhorfendur: 47
Álftanes, 1. deild karla, 10. desember 2021.
Gangur leiksins:: 4:9, 11:11, 20:19, 26:25, 32:31, 41:38, 47:40, 54:44, 60:47, 68:52, 79:54, 87:55, 92:61, 96:68, 101:72, 105:77.
Álftanes: Cedrick Taylor Bowen 28/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 19/11 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 14, Anton Kári Kárason 13/9 fráköst, Isaiah Coddon 11, Dino Stipcic 6, Kristján Örn Ómarsson 5, Steinar Snær Guðmundsson 4/4 fráköst, Grímkell Orri Sigurþórsson 3, Unnsteinn Rúnar Kárason 2.
Fráköst: 32 í vörn, 3 í sókn.
Höttur: Timothy Guers 19/5 fráköst, Matej Karlovic 16/6 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 12/5 fráköst, David Guardia Ramos 10, Arturo Fernandez Rodriguez 8/4 fráköst/7 stoðsendingar, Sigmar Hákonarson 4, Sævar Elí Jóhannsson 3, Jóhann Gunnar Einarsson 3, Juan Luis Navarro 2/7 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.
Áhorfendur: 56
Flúðir, 1. deild karla, 10. desember 2021.
Gangur leiksins:: 6:3, 12:14, 15:22, 22:25, 25:32, 32:35, 35:40, 39:44, 41:47, 43:59, 49:67, 53:69, 61:78, 72:80, 78:82, 90:93.
Hrunamenn: Clayton Riggs Ladine 32/5 fráköst/5 stoðsendingar, Yngvi Freyr Óskarsson 17/8 fráköst, Karlo Lebo 11/16 fráköst, Óðinn Freyr Árnason 11, Dagur Úlfarsson 8, Orri Ellertsson 6/6 fráköst, Eyþór Orri Árnason 3/8 stoðsendingar, Páll Magnús Unnsteinsson 2.
Fráköst: 29 í vörn, 14 í sókn.
Sindri: Jordan Connors 27/13 fráköst, Anders Gabriel P. Adersteg 23/9 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 15/8 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 11/5 fráköst/8 stoðsendingar, Árni Birgir Þorvarðarson 8/7 fráköst, Gísli Þórarinn Hallsson 4, Patrick John Simon 3, Sigurður Guðni Hallsson 2.
Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Johann Gudmundsson, Stefán Kristinsson.
Áhorfendur: 35