Breiðablik vann mikilvægan 100:89-útisigur á Vestra í fallslag í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Breiðablik er nú með sex stig, tveimur meira en Vestri sem er í fallsæti.
Breiðablik var með yfirhöndina nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 47:40 og staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 79:60. Vestramenn minnkuðu muninn í fjórða leikhluta en voru ekki sérlega nálægt því að jafna.
Danero Thomas skoraði 26 stig fyrir Breiðablik og Everage Richardson átti stórleik en hann skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Julio Calver skoraði 22 stig fyrir Vestra og Marko Jurica skoraði 18 stig.