Sannfærandi Keflvíkingar aftur á toppinn

Calvin Burks átti góðan leik fyrir Keflavík.
Calvin Burks átti góðan leik fyrir Keflavík. mbl.is/Unnur Karen

Keflavík endurheimti toppsæti Subway-deildar karla í körfubolta er liðið vann sannfærandi 93:82-sigur á Tindastóli á heimavelli í kvöld.

Keflvíkingar voru með 18 stiga forskot fyrir fjórða leikhlutann og voru gestirnir ekki líklegir til að jafna eftir það, þrátt fyrir að þeim hafi tekist að minnka muninn. Varð munnurinn mest 22 stig.

Calvin Burks skoraði 22 stig fyrir Keflavík og Dominykas Milka gerði 18 og tók 16 fráköst. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 22 stig fyrir Tindastól og Javon Bess gerði 17 stig.

Keflavík er með 16 stig, tveimur stigum meira en Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn. Tindastóll er í fjórða sæti með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert