Þór frá Þorlákshöfn og Stjarnan eru búin að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla, VÍS-bikarsins, með sigrum í átta liðum úrslitum keppninnar í gærkvöldi.
Þór heimsótti ÍR og hafði afar nauman 79:77-sigur í æsispennandi leik í Seljaskóla.
Stjarnan fékk þá Grindavík í heimsókn í Garðabæinn í hörkuleik. Eftir að Grindavík hafði byrjað betur sneru Stjörnumenn taflinu við og unnu að lokum 85:76.
Síðari tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöld.
Haukar og Njarðvík eru sigurstranglegustu liðin í bikarkeppni kvenna en þau eru komin í undanúrslit VÍS-bikarsins ásamt Breiðabliki, sem er næstneðst í úrvalsdeildinni, og Snæfelli, sem er í neðri hluta 1. deildarinnar.
Haukakonur þurftu að hafa talsvert fyrir því að vinna topplið 1. deildar, ÍR, í Seljaskóla, 76:58. ÍR hélt í við Haukana stóran hluta leiksins.
Njarðvík vann Fjölni 89:88 í stórleik átta liða úrslitanna, eftir framlengingu.
Breiðablik vann mjög öruggan sigur á fyrstudeildarliði Hamars/Þórs, 101:75, í Smáranum.
Loks hafði Snæfell betur gegn Stjörnunni í slag fyrstudeildarliðanna í Garðabæ, 67:61.