Bikarmeistararnir mæta Njarðvík

Haukar fagna bikarmeistaratitlinum 2021.
Haukar fagna bikarmeistaratitlinum 2021. mbl.is/Arnþór Birkisson

Tvö af sterkustu kvennaliðum landsins um þessar mundir, Njarðvík og Haukar, mætast í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfuknattleik í janúar. 

Dregið var til undanúrslita í dag en Haukar eru bikarmeistarar frá því í september. Bikarmeistararnir í karlaflokki, Njarðvík, féllu úr keppni í 8-liða úrslitum. 

Undanúrslit: 

Konur: 

Njarðvík - Haukar

Snæfell - Breiðablik 

Karlar: 

Þór Þ. - Valur

Stjarnan - Keflavík

Undanúrslitin og úrslitin fara fram í Smáranum í Kópavogi eins og síðast. Undanúrslitin fara fram 12. og 13. janúar. Karlarnir leika á miðvikudegi og konurnar á fimmtudegi. Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 15. janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert