Ameryst Alston var stigahæst Íslandsmeistara Vals þegar liðið vann níu stiga sigur gegn bikarmeisturum Hauka í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í þrettándu umferð deildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með 79:70-sigri Vals en Alston skoraði 27 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Haukar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 43:32 í hálfleik. Haukar voru með sjö stiga forskot efir þriðja leikhluta, 61:54, en það varð algjört hrun hjá liðinu í fjórða leikhluta þar sem Haukar skoruðu einungis 9 stig gegn 25 stigum Vals.
Ásta Júlía Grímsdóttir átti stórleik fyrir Val, skoraði 21 stig og tók sextán fráköst. Þá skoraði Hallveig Jónsdóttir 17 stig fyrir Val.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka með 15 stig og Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 14 stig.
Valur er með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar en Hauka eru í fjórða sætinu með 8 stig.
Gangur leiksins:: 2:6, 8:15, 10:20, 12:23, 19:32, 24:34, 27:37, 32:43, 32:43, 39:47, 47:53, 54:61, 63:61, 70:61, 72:66, 79:70.
Valur: Ameryst Alston 27/9 fráköst/8 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 21/16 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 17/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6, Eydís Eva Þórisdóttir 6/4 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2/5 fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 15 í sókn.
Haukar: Helena Sverrisdóttir 15/6 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 14/7 fráköst, Haiden Denise Palmer 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 9/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 7/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/4 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 15 í sókn.
Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Friðrik Árnason, Sigurður Jónsson.
Áhorfendur: 49