KR lagði Akureyringa með herkjum

Það var hart tekist á í Vesturbænum í kvöld.
Það var hart tekist á í Vesturbænum í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Shawn Glover fór mikinn fyrir KR þegar liðið vann 83:74-sigur gegn Þór frá Akureyri í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, á Meistaravöllum í Vesturbæ í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.

Glover skoraði 28 stig og tók tíu fráköst en það voru Þórsara sem byrjuðu leikinn betur og leiddu með ellefu stigum eftir fyrsta leikhluta, 26:15.

Staðan var jöfn í hálfleik, 34:34 en Þórsarar náðu aftur frumkvæðinu í leiknum í síðari hálfleik og leiddu 60:54 að þriðja leikhluta loknum.

Staðan var 67:67 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en þá tóku KR-ingar öll völd á vellinum og innbyrtu sannfærandi sigur í leikslok.

Adama Darbo skoraði 22 stig fyrir KR og tók sjö fráköst en Atle Ndiaye var stigahæstur Þórsara með 20 stig og fimm fráköst.

KR er með 10 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Þórsarar eru án stiga í neðsta sætinu.

Gangur leiksins:: 3:8, 5:14, 11:21, 15:26, 17:30, 19:32, 26:34, 34:34, 37:40, 43:46, 49:51, 54:60, 62:62, 67:67, 78:70, 83:74.

KR: Shawn Derrick Glover 28/10 fráköst, Adama Kasper Darbo 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Almar Orri Atlason 5, Þorvaldur Orri Árnason 5/9 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 5, Veigar Áki Hlynsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Þór Ak.: Atle Bouna Black Ndiaye 20/5 fráköst, Kolbeinn Fannar Gislason 12, Reginald Keely 11/9 fráköst, Ragnar Ágústsson 11/5 fráköst, Eric Etienne Fongue 9, Dúi Þór Jónsson 9/4 fráköst/12 stoðsendingar, Jérémy Jean Bernard Landenbergue 2.

Fráköst: 22 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Friðrik Árnason, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 71

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert