Devonte Graham reyndist hetja New Orleans Pelicans þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu rétt fyrir utan eigin vítateig í 113:110 sigri liðsins gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt.
Shai Gilgeous-Alexander hafði jafnað metin í 110:110 fyrir Oklahoma þegar rúm ein sekúnda var eftir á leikklukkunni og stefndi allt í framlengingu.
Tíminn því of naumur fyrir New Orleans til þess að komast í almennilega lokasókn.
Graham setti það hins vegar ekki fyrir sig og skoraði með stórkostlegu skoti, sem má sjá hér:
Graham skoraði alls 15 stig í leiknum fyrir New Orleans en stigahæstur í honum var liðsfélagi hans Brandon Ingram með 34 stig. Jonas Valanciunas náði þá tvöfaldri tvennu þegar hann skoraði 19 stig og tók 16 fráköst.
Stigahæstur leikmanna Oklahoma var Gilgeous-Alexander með 33 stig.
Tíu aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Oklahoma – New Orleans 110:113
Cleveland – Houston 124:89
Orlando – Atlanta 99:111
Philadelphia – Miami 96:101
Dallas – LA Lakers 104:107 (frl.)
Milwaukee – Indiana 114:99
San Antonio – Charlotte 115:131
Denver – Minnesota 107:124
Utah – LA Clippers 124:103
Portland – Memphis 103:113
Sacramento – Washington 119:105