Njarðvíkingar nokkrum númerum of stórir fyrir ÍR

Haukur Helgi Pálsson með boltann í Ljónagryfjunni í Njarðvík í …
Haukur Helgi Pálsson með boltann í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Njarðvík vann þægilegan 109:81-sigur gegn ÍR þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryjunni í Njarðvík í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.

Njarðvíkingar náðu aldeilis að svara fyrir vonbrigði gegn Val nú fyrr í vikunni og sáu í raun gestirnir úr Breiðholti aldrei til sólar í þessum leik. 20 stig skildu liðin í hálfleiks því til sönnunar að ÍR voru gersamlega heillum horfnir allt kvöldið í Ljónagryfjunni. 

Sem fyrr segir mátti skynja gríðarleg vonbrigði hjá Njarðvíkingum eftir að hafa dottið út úr bikarnum fyrr í vikunni gegn Val og því var frammistaða kvöldsins hressilegt svar úr herbúðum þeirra. 

Og viðsnúningur liðsins frá síðasta leik var alger. Töluvert meiri ákefð á báðum endum vallarins og þá sérstaklega varnarlega.  Það munar svo sannarlega um minna að Haukur Helgi Pálsson virðist allur vera að komast í form þó enn sé vissulega eitthvað í land.

Kappinn spilaði um 19 mínútur í kvöld og skoraði 18 stig.  „Þetta var fínn leikur hjá okkur og nú fáum við smá hvíld fyrir risa slaginn í næstu umferð," sagði Haukur eftir leik og vísaði hann þar í stórleik Subway-deildar karla á milli jóla á nýjars, Keflavík gegn Njarðvík. 

Veigar Páll kom aftur inn í lið Njarðvíkinga eftir veikindi og þetta kvöldið hafði Benedikt Guðmundsson þann munað að getað "róterað" 8-9 nokkuð sterkum leikmönnum af bekknum án þess að missa niður takt í leiknum. Vissulega gríðarlega sterkt en þó eru menn eins og Logi Gunnarsson, Haukur Helgi og Veigar enn að komast í fullt form. 

Eftir flottar breytingar á þessu ÍR liði síðan að Friðrik Ingi Rúnarsson tók við liðinu átti maður von á töluvert meira frá þeim þetta kvöldið.  Þeir að vísu misstu Sigvalda Eggertsson í meiðsli strax í fyrsta leikhluta en það útskýrir ekki slaka frammistöðu þeirra þetta kvöldið. 

Kannski óhætt að segja að þeir eiga nóg inni í sínum leik og duttu niður á kvöld þar sem lítið gekk upp hjá þeim.  Þeir mega hinsvegar taka það frá þessum leik að þeir gáfust aldrei upp þó svo að mótbárurnar slógu í met hæðir á tímum. 

En sigur Njarðvíkinga verðskuldaður og mikilvægur fyrir framhald þeirra í mótinu. Sláin er sett hátt þennan veturinn í Njarðvík sem og aðra og eftir að hafa dottið úr bikarnum ætla þeir sér bara þann stóra, reyndar eins og 6 önnur lið deildarinnar. 

Gangur leiksins:: 8:4, 16:7, 22:8, 26:19, 35:27, 41:31, 51:31, 57:36, 60:42, 69:44, 76:48, 83:58, 93:63, 97:71, 102:79, 109:81.

Njarðvík: Fotios Lampropoulos 24/11 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/7 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 18/7 fráköst, Mario Matasovic 11/6 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 11, Logi Gunnarsson 11, Nicolas Richotti 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

ÍR: Jordan Semple 17/9 fráköst/3 varin skot, Triston Isaiah Simpson 17/5 stoðsendingar, Sæþór Elmar Kristjánsson 12, Collin Anthony Pryor 10, Igor Maric 8/5 fráköst, Alfonso Birgir Söruson Gomez 8, Róbert Sigurðsson 4/5 stoðsendingar, Breki Gylfason 3, Sigvaldi Eggertsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Johann Gudmundsson, Helgi Jónsson.

Njarðvík 109:81 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert