Ótrúleg úrslit á Sauðárkróki

Glynn Watson skoraði 25 stig á Sauðárkróki.
Glynn Watson skoraði 25 stig á Sauðárkróki. mbl.is/Unnur Karen

Glynn Watson átti stórleik fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið vann stórsigur gegn Tindastól í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Síkinu á Sauðárkróki í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 109:66-sigri Þórsara en Watson skoraði 25 stig í leiknum og gaf tólf stoðsendingar.

Þórsarar byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 31:22 eftir fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 60:40, Þórsurum í vil, og eftir að Þórsarar skoruðu 29 stig gegn 14 stigum Tindastóls í þriðja leikhluta var leikurinn svo gott sem búinn.

Luciano Massarelli skoraði 17 stig fyrir Þór og Daniel Mortensen skoraði 14 stig og tók átta fráköst.

Javon Bass var stigahæstur í liði Tindastóls með 16 stig og Taiwo Badmus skoraði 15 stig.

Þórsarar eru með 16 stig eftir sigur kvöldsins í öðru sæti deildarinnar, líkt og Keflavík sem er í efsta sætinu, en Tindastóll er með 12 stig í þriðja sætinu.

Gangur leiksins:: 8:6, 14:15, 17:23, 22:31, 26:36, 31:46, 35:53, 40:60, 41:66, 45:68, 49:79, 54:89, 57:95, 60:98, 62:104, 66:109.

Tindastóll: Javon Anthony Bess 16/5 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 15/5 fráköst, Thomas Kalmeba-Massamba 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/8 fráköst/3 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 5/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 5/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 15 í sókn.

Þór Þ.: Glynn Watson 25/5 fráköst/12 stoðsendingar/6 stolnir, Luciano Nicolas Massarelli 17/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 14/8 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 12/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10, Ronaldas Rutkauskas 10/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Tómas Valur Þrastarson 6, Ísak Júlíus Perdue 5.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 123

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert