Richardson hetja Blika gegn Val

Everage Richardson og Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í …
Everage Richardson og Kristófer Acox í baráttunni í Smáranum í Kópavogi í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Everage Richardson reyndist hetja Breiðabliks þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Val í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Smáranum í Kópavogi í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 89:87-sigri Breiðabliks en Richardson skoraði þriggja stiga körfu þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka og reyndist það sigurkarfa leiksins.

Mikið jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Blikar með einu stigi í hálfleik, 54:53. Valsmenn voru sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og voru fimm stigum yfir að honum loknum, 73:68.

Valsmenn leiddu 87:86 þegar mínúta var til leiksloka en Richardsson setti niður þriggja stiga körfu þegar átján sekúndur voru eftir af leiknum og þar við sat.

Samuel Prescott var stigahæstur í liði Blika með 21 stig og Hilmar Pétursson skorað 18 stig og tók sex fráköst.

Callum Lawson skoraði 29 stig fyrir Val og Kári Jónsson 21 stig ásamt því að taka sex fráköst.

Breiðablik er með 8 stig í áttunda sæti deildarinnar en Valur er með 12 stig í fimmta sætinu.

Gangur leiksins:: 7:4, 13:13, 20:20, 28:25, 29:32, 37:40, 47:43, 54:53, 56:60, 59:64, 61:67, 68:73, 68:76, 76:78, 84:80, 89:87.

Breiðablik: Samuel Prescott Jr. 21/8 fráköst, Hilmar Pétursson 18/6 fráköst, Everage Lee Richardson 17/11 fráköst, Danero Thomas 15/6 fráköst, Sigurður Pétursson 11, Árni Elmar Hrafnsson 7/5 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 7 í sókn.

Valur: Callum Reese Lawson 29/5 fráköst, Kári Jónsson 21/6 fráköst, Kristófer Acox 19/11 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 8/13 fráköst/11 stoðsendingar, Pablo Cesar Bertone 5/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert