Durant og Embiid fóru á kostum

Kevin Durant skýtur og Joel Embiid fylgist með í nótt.
Kevin Durant skýtur og Joel Embiid fylgist með í nótt. AFP

Kevin Durant og Joel Embiid fóru fyrir liðum sínum þegar Brooklyn Nets bar sigurorð af Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfuknattleik í hörkuleik í nótt.

Durant náði tvöfaldri tvennu og var nálægt því að ná henni þrefaldri þegar hann skoraði 34 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar í 114:105 sigri liðs hans Brooklyn.

Embiid skoraði 32 stig og tók 9 fráköst fyrir Philadelphia og samherji hans Seth Curry, yngri bróðir Steph, skoraði 29 stig.

Brooklyn hefur gengið vel á tímabilinu og hefur nú unnið 21 af fyrstu 29 leikjum sínum á tímabilinu, sem er fjórði besti árangur allra liða í NBA-deildinni hingað til.

Þrír leikir til viðbótar fóru fram í deildinni í nótt.

Öll úrslit næturinnar:

Brooklyn – Philadelphia 114:105

Indiana – Detroit 122:113

Houston – New York 103:116

Phoenix – Washington 118:98

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert