Körfuboltakonan Alexandra Eva Sverrisdóttir hefur skipt um félag og er komin til liðs við úrvalsdeildarlið Grindvíkinga frá 1. deildarliði Stjörnunnar. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkur.
Alexandra hefur ekkert spilað á þessu tímabili en síðasta vetur var hún í lykilhlutverki hjá Stjörnunni og skoraði tæp 16 stig að meðaltali í leik fyirr Garðabæjarliðið. Hún hefur áður leikið með KR og Njarðvík.