David Gabrovsek var stigahæstur Stjörnunnar þegar liðið vann sex stiga sigur gegn Vestra í úrvalsdeild karla í körfuknattatleik, Subway-deildinni, á Ísafirði í tíundu umferð deildarinnar í kvöld.
Leiknum lauk með 71:65-sigri Stjörnunnar en Gabrovsek skoraði 14 stig í leiknum og tók sex fráköst.
Stjarnan var sterkari í fyrsta leikhluta og leiddi með átta stigum í hálfleik, 38:30. Stjarnan jók forskot sitt í tíu stig í þriðja leikhluta og þrátt fyrir hetjulega baráttu Vestra í fjórða leikhluta tókst þeim ekki að snúa leiknum sér í vil.
Shawn Hopkins og Robert Turner skoruðu 12 stig hvor fyrir Stjörnuna en Turner tók einnig níu fráköst.
Rubiera Rapaso var stigahæstur Vestramanna með 19 stig og Nemanja Knezevic skoraði 16 stig og tók sextán fráköst.
Stjarnan er með 8 stig í níunda sæti deildarinnar en á leik til góða á liðin fyrir ofan sig. Vestri er með 4 stig í ellefta sætinu, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Gangur leiksins:: 7:3, 9:12, 11:16, 14:23, 17:26, 19:31, 23:35, 30:38, 30:40, 32:48, 40:50, 44:54, 49:59, 56:66, 58:66, 65:71.
Vestri: Rubiera Rapaso Alejandro 19/4 fráköst, Nemanja Knezevic 16/16 fráköst, Marko Jurica 14/4 fráköst, Ken-Jah Bosley 10, Hugi Hallgrimsson 4/5 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 2.
Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.
Stjarnan: David Gabrovsek 14/6 fráköst, Robert Eugene Turner III 12/9 fráköst, Shawn Dominique Hopkins 12/6 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 10/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Hlynur Elías Bæringsson 6/11 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 5.
Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.
Áhorfendur: 50