Elvar Már Friðriksson og Snorri Vignisson léku báðir vel en náðu ekki að koma í veg fyrir stór töp sinna liða í úrvalsdeildinni í Belgíu og Hollandi í körfuknattleik karla í dag.
Elvar Már skoraði 15 stig, tók tvö fráköst og gaf sex stoðsendingar þegar lið hans Antwerp Giants tapaði 68:88 fyrir Leuven Bears á heimavelli í dag.
Var hann stigahæsti leikmaður Antwerp í leiknum.
Snorri skoraði á sama tíma 11 stig og tók sjö fráköst fyrir Hague Royals í 70:103 stórtapi fyrir Apollo Amsterdam.
Tók hann flest fráköst sinna manna og næstflest allra í leiknum.