Martin fór á kostum í lokin

Martin Hermannsson lék vel á lokakaflanum.
Martin Hermannsson lék vel á lokakaflanum. Ljósmynd/FIBA

Valencia mátti þola 97:98-tap á heimavelli gegn Breogan í efstu deild spænska körfuboltans í kvöld.

Martin Hermannsson byrjaði á bekknum hjá Valencia og hafði hægt um sig framan af leik. Á meðan náði Breogan fínu forskoti en staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 75:50.

Valencia neitaði hinsvegar að gefast upp, en varð að játa sig sigrað með einu stigi að lokum eftir æsilegan lokakafla.

Martin skoraði 15 stig í fjórða leikhlutanum og gaf auk þess tvær stoðsendingar. Hann skoraði alls 19 stig og gaf þrjár stoðsendingar.

Valencia er í 9. sæti deildarinnar með sjö sigra og sex töp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert