Snéri aftur með látum eftir kórónuveirusmit

DeMar DeRozan snéri aftur með látum í kvöld.
DeMar DeRozan snéri aftur með látum í kvöld. AFP

DeMar DeRozan átti stórleik fyrir Chicago Bulls þegar liðið vann 115:110-heimasigur gegn Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

DeRozan hefur ekkert leikið með Chicago undanfarnar tvær vikur þar sem hann hefur verið að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Hann var hins vegar stigahæstur í liði Chicago í gær, skoraði 38 stig og gaf sex stoðsendingar, en LeBron James var stigahæstur í liði Lakers með 31 stig og fjórtán fráköst.

Chicago er með átján sigra í öðru sæti austurdeildarinnar en Lakers er í sjöunda sæti vesturdeildarinnar með sextán sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Chicago Bulls – LA Lakers 115:110
Minnesota – Dallas 111:105
Phoenix – Charlotte 137:106

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert