Haukar unnu sannfærandi sigur á Hrunamönnum þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik, þeirri næstefstu, á Flúðum í kvöld.
Haukar náði tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta og stungu af í öðrum leikhluta. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 69:40 og ljóst hvert stefndi. Haukar sigruðu þegar uppi var staðið 120:76 og hafa fjögurra stiga forskot í efsta sæti deildarinnar.
Haukar eru með 24 stig en Álftanes er með 20 stig. Höttur á nú þrjá leiki til góða á Hauka og tvo á Álftanes en Höttur er með 18 stig. Hrunamenn eru með 8 stig í áttunda sæti.