Spænska liðið Valencia mátti sætta sig við tap 85:97 fyrir Cedevita Olimpija frá Slóveníu í Evrópubikar karla í körfuknattleik í kvöld.
Valencia hefur unnið fjóra af sjö leikjum sínum í keppninni og er í fjórða sæti en fjögur lið af tíu í B-riðlinum komast áfram.
Olimpija hefur unnið þrjá af fimm og á enn von um að komast áfram.
Martin Hermannsson skoraði 10 stig fyrir Valencia í kvöld. Hann gaf einnig 3 stoðsendingar og tók eitt frákast.