Stigahæstur í 25. sigrinum

Stephen Curry heldur áfram að spila frábærlega fyrir Golden State …
Stephen Curry heldur áfram að spila frábærlega fyrir Golden State Warriors. AFP

Stephen Curry átti mjög góðan leik fyrir Golden State Warriors þegar liðið vann öruggan 113:98-heimasigur gegn Sacramento Kings í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Curry skoraði 30 stig í leiknum, þar af fjórar þriggja stiga körfur, ásamt því að taka þrjú fráköst og gefa fjórar stoðsendingar en Golden State er með 25 sigra í öðru sæti vesturdeildarinnar eftir 31 spilaðan leik.

Þá skoraði Joel Embiid 41 stig fyrir Philadelphia 76ers þegar liðið vann 108:103-útisigur gegn Boston Celtics en Embiid tók einnig tíu fráköst í leiknum.

Philadelphia er í sjötta sæti austurdeildarinnar með sextán sigra en Boston er í því níunda með fimmtán sigra.

Boston – Philadelphia 103:108
Chicago – Houston 133:118
Memphis – Oklahoma 99:102
Utah – Charlotte 112:102
Golden State – Sacramenti 113:98
LA Clippers – San Antonio 92:116

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert