Elvar stóð fyrir sínu í höfuðborginni

Elvar Már Friðriksson
Elvar Már Friðriksson Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson stóð fyrir sínu að venju í BNXT-deildinni í körfuknattleik sem leikin er í Belgíu og Hollandi en lið hans Antwerp vann stórsigur í kvöld. 

Antwerp Giants fór til höfuðborgarinnar í Belgíu og burstaði þar Phoenix Brussels 103:65. 

Elvar skoraði 15 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal boltanum tvisvar. Lið hans er í öðru sæti í belgíska hluta deildarinnar en sex efstu liðin fara yfir í sameiginlega úrvalsdeild landanna.

Ekki gekk eins vel hjá Hague Royals sem steinlá fyrir toppliðinu Den Bosch í Hollandi 54:97. Snorri Vignisson skoraði 5 stig fyrir Hague og tók 4 fráköst. Hague er neðst í hollenska hluta deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert