Körfuknattleikskonan Haiden Denise Palmer hefur yfirgefið herbúðir bikarmeistara Hauka. Það er Karfan.is sem greinir frá þessu.
Palmer, sem er þrítug, skoraði 10 stig að meðaltali í deildinni í vetur, ásamt því að taka tíu fráköst og gefa átta stoðsendingar í leik.
Haukar eru sem stendur í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, Subway-deildarinnar, með 8 stig eftir átta spilaða leiki en liðið fyrir ofan Hauka; Njarðvík, Fjölnir og Valur, hafa öll leikið tíu eða ellefu leiki.
Félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýjan leik í janúar en næsti leikur Hauk er gegn Breiðabliki 29. desember í Ólafssal í Hafnarfirði.