Helena samdi við North Florida

Helena Rafnsdóttir í leik með Njarðvík í vetur.
Helena Rafnsdóttir í leik með Njarðvík í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helena Rafnsdóttir, átján ára leikmaður Njarðvíkur, toppliðsins í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, fer til Bandaríkjanna næsta haust og hefur samið um að spila fyrir North Florida háskólann í Jacksonville á Flórída næstu fjögur árin.

Helena, sem er bakvörður, hefur leikið alla ellefu leiki Njarðvíkur í deildinni í vetur, skorað 4,3 stig og tekið 3,3 fráköst að meðaltali í leik. Þetta er hennar fjórða tímabil með meistaraflokki félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert