Kærkominn sigur Martins og félaga

Martin Hermannsson átti fínan leik.
Martin Hermannsson átti fínan leik. Ljósmynd/FIBA

Valencia vann 20 stiga heimasigur á Obradoiro í efstu deild Spánar í körfubolta í kvöld, 91:71. Sigurinn var sá fyrsti hjá Valencia í deildinni frá 20. nóvember.

Martin Hermannsson átti fínan leik hjá Valencia og skoraði sex stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu á 20 mínútum.

Valencia fór upp í 16 stig og fimmta sæti með sigrinum en liðið hefur unnið átta leiki og tapað sex í 14 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert