Stórleikur Söru í stórsigri

Sara Rún Hinriksdóttir á góðu gengi að fagna í Rúmeníu.
Sara Rún Hinriksdóttir á góðu gengi að fagna í Rúmeníu. mbl.is/Óttar Geirsson

Sara Rún Hinriksdóttir landsliðskona í körfuknattleik átti stórleik með liði sínu Phoenix Constanta í dag þegar það sótti Rapid Búkarest heim í rúmensku A-deildinni.

Phoenix vann stórsigur, 85:37, eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik en staðan var 28:22 að honum loknum. Í seinni hálfleik héldu hinsvegar Söru og stöllum hennar engin bönd.

Sara var stigahæst hjá Phoenix með 21 stig en hún tók ennfremur 11 fráköst og átti þrjár stoðsendingar.

Stórsigurinn kemur frekar á óvart þar sem liðin eru á svipuðum stað í þrettán liða A-deildinni í Rúmeníu. Phoenix vann sinn fjórða sigur í ellefu leikjum og er í sjöunda sæti en Rapid tapaði í níunda sinn í ellefu leikjum og er í tíunda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert