Fjórða tap Lakers í röð

Það gengur hvorki né rekur hjá LeBron James og félögum.
Það gengur hvorki né rekur hjá LeBron James og félögum. AFP

Los Angeles Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA-körfuboltanum vestanhafs í nótt er liðið fékk 110:138-skell gegn San Antonio Spurs á heimavelli.

Þrátt fyrir tapið lék LeBron James afar vel og skoraði 36 stig og tók 9 fráköst. Hjá San Antonio skoraði Keita Bates-Diop 30 stig. Lakers er í sjötta sæti Vesturdeildarinnar með 16 sigra og 17 töp en San Antonio er í tíunda með 13 sigra og 18 töp.

Milwaukee Bucks gerði góða ferð til Dallas og vann 102:95-sigur á Dallas Mavericks. Luca Doncic lék ekki með Dallas og Giannis Antetokounmpo ekki með Milwaukee. Gestirnir voru hins vegar sterkari án síns besta leikmanns en Khri Middleton skoraði 26 stig.

Þá fór Steph Curry á kostum og skoraði 46 stig fyrir Golden State Warriors sem vann Memphis Grizzlies á heimavelli, 113:104.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Indiana Pacers – Houston Rockets 118:106
Orlando Magic – New Orleans Pelicans 104:110
Philadelphia 76ers – Atlanta Hawks 96:98
Miami Heat – Detroit Pistons 115:112
New York Knicks – Washington Wizards 117:124
Dallas Mavericks – Milwaukee Bucks 95:102
Denver Nuggets – Charlotte Hornets 107:115
Phoenix Suns – Oklahoma City Thunder 113:101
Utah Jazz – Minnesota Timberwolves 128:116
Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 113:104
Los Angeles Lakers – San Antonio Spurs 110:148

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert