Magnaður í endurkomu meistaranna

Giannis Antetokounmpo á leið framhjá Marcus Smart hjá Boston Celtics …
Giannis Antetokounmpo á leið framhjá Marcus Smart hjá Boston Celtics í leiknum í kvöld. AFP

Grikkinn Giannis Antetokounmpo átti stórbrotinn síðari hálfleik í kvöld þegar NBA-meistaranir í körfubolta, Milwaukee Bucks, sneru yfirvofandi tapi gegn Boston Celtics í sigur á heimavelli sínum.

Boston náði nítján stiga forskoti um tíma í seinni hálfleiknum eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 62:47. Giannis tók til sinna ráða í liði Milwaukee, sem skoraði 43 stig í þriðja leikhluta og 70 stig alls í seinni hálfleiknum. Hann skoraði 29 stig í seinni hálfleik og alls 36 stig, tók 12 fráköst og átti fimm stoðsendingar.

Í kvöld vann New York Knicks einnig heimasigur á Atlanta Hawks, 101:87, eftir að hafa verið 61:51 yfir í hálfleik. Julius Randle skoraði 25 stig fyrir New York og Delon Wright 20 stig fyrir Atlanta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert