Miami Heat hafði betur gegn Orlando Magic á heimavelli í Flórída-slag í NBA-körfuboltanum vestanhafs í kvöld, 93:83.
Orlando var með 24:22-forskot eftir fyrsta leikhlutann en Miami lagði grunninn að sigrinum með góðum miðkafla, áður en liðið sigldi sigrinum í hús í fjórða leikhlutanum.
Jimmy Butler og Caleb Martin skoruðu 17 stig hvor fyrir Miami og Butler tók einnig 11 fráköst. Gary Harris gerði 20 stig fyrir Orlando.
Miami er í fjórða sæti Austurdeildarinnar með 29 sigra og 13 töp en Orlando er í 14. sæti af 15 liðum með sjö sigra og 26 töp.