Njarðvíkingurinn drjúgur í stórsigri

Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson.

Elvar Már Friðriksson átti góðan leik í liði Antwerp Giants þegar liðið vann afar öruggan sigur á Liege í belgísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik karla í dag.

Njarðvíkingurinn Elvar Már var ekki jafn drjúgur í stigaskorun og hann á að sér en skoraði þó sex stig, tók fjögur fráköst og gaf níu stoðsendingar fyrir samherja sína í 87:66-sigri.

Elvar Már lék í rúmlega 21 mínútu í dag, eða rétt rúmlega helming leiktímans.

Antwerp hefur gengið vel á tímabilinu og er í öðru sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert