Robinson í stað Palmer

Keira Robinson (t.v.) í leik með Skallagrími gegn Haukum á …
Keira Robinson (t.v.) í leik með Skallagrími gegn Haukum á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild Hauka og Bandaríkjakonan Keira Robinson hafa komist að samkomulagi um að hún leiki með kvennaliði Hauka út yfirstandandi tímabil.

Robinson hefur áður leikið á Íslandi en hún var á mála hjá Skallagrími á árunum 2019-2021 og varð til að mynda bikarmeistari með liðinu. Á seinna ári sínu hjá Skallagrími skilaði hún 23 stigum, átta fráköstum og 4,6 stoðsendingum að meðaltali.

Á þessu tímabili hefur hún til þessa leikið með UCAM Murcia í spænsku úrvalsdeildinnii en mun nú leysa Haiden Palmer, sem fékk samningi sínum rift við Hauka skömmu fyrir jól, af hólmi.

Verður Robinson klár í fyrsta leik Hauka á nýju ári.

„Haukar bjóða Keiru velkomna til félagsins,“ segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Hauka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert