Zach LaVine sá til þess að gott gengi Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfuknattleik héldi áfram þegar liðið lagði Indiana Pacers í nótt.
LaVine var stigahæstur í leiknum með 32 stig og liðsfélagi hans DeMar DeRozan bætti við 24 stigum í 113:105-sigri.
Svartfellingurinn Nikola Vucevic náði þá tvöfaldri tvennu fyrir Chicago er hann skoraði 16 stig og tók 15 fráköst.
Stigahæstur gestanna frá Indiana var Caris LeVert með 27 stig og níu stoðsendingar að auki.
Chicago hefur unnið 20 af 30 leikjum sínum í deildinni til þessa.
Alls fóru sjö leikir fram í NBA-deildinni í nótt.
Öll úrslit næturinnar:
Chicago – Indiana 113:105
Cleveland – Toronto 144:99
Sacramento - Memphis 102:127
Washington – Philadelphia 96:117
Oklahoma – New Orleans 117:112
San Antonio – Detroit 144:109
LA Clippers – Denver 100:103