Náði tvöfaldri tvennu

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í leik með KR fyrr í vetur.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson í leik með KR fyrr í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lét mikið að sér kveða en mátti sætta sig við ósigur í kvöld þegar lið hans Landstede Hammers tapaði fyrir Den Helder á útivelli, 77:74, í BNXT-deild Hollands og Belgíu í körfuboltanum.

Þórir var með tvöfalda tvennu, 15 stig og 10 fráköst, ásamt því að eiga tvær stoðsendingar, og kom mikið við sögu á lokakaflanum þegar lið hans freistaði þess að jafna metin. Hann spilaði í tæpar 34 mínútur í leiknum.

Þrátt fyrir tapið gegn mótherjum úr neðri hluta deildarinnar er Landstede með þriðju bestu stöðuna í hollenska hluta deildarinnar en liðið hefur unnið átta leiki af þrettán og er í þriðja sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert