Tveimur leikjum frestað vegna smita

Valur og KR geta ekki mæst annað kvöld.
Valur og KR geta ekki mæst annað kvöld. Arnþór Birkisson

Leik Vals og KR, sem fara átti fram annað kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, hefur verið frestað vegna fjölda smita í herbúðum annars liðsins.

Smit innan herbúða annars liðsins eru það mörg að því reynist ekki mögulegt að stilla upp nægilega mörgum leikmönnum svo unnt sé að spila leikinn á morgun.

Þetta herma öruggar heimildir mbl.is.

Samkvæmt sömu heimildum eru miklar líkur á því að leik Þórs frá Akureyri og Tindastóls verði einnig frestað af sömu orsökum, þ.e. miklum fjölda smita innan herbúða annars liðsins.

Sá leikur átti líkt og leikur Vals og KR að fara fram annað kvöld.

Uppfært kl. 11.21: KKÍ hefur staðfest að báðum leikjunum hefur verið frestað og að þeim hafi hvorugum verið fundinn nýr leiktími að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert