Frestað hjá körlum og konum

ÍR og Vestri leika ekki í kvöld eins og til …
ÍR og Vestri leika ekki í kvöld eins og til stóð. mbl.is/Óttar Geirsson

Tveimur leikjum hefur verið frestað í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta. Ætla má að það sé vegna kórónuveirusmita, þótt það sé ekki tekið fram í tilkynningu Körfuknattleikssambands Íslands í dag.

Frestuðu leikirnir eru annars vegar leikur ÍR og Vestra í Subway-deild karla sem átti að fara fram í kvöld og hins vegar leikur Hauka og Breiðabliks í Subway-deild kvenna sem átti að fara fram annað kvöld.

Ekki hefur verið fundinn nýr leiktími fyrir leikina, en aðeins einn leikur af fjórum sem voru á áætlun í Subway-deild karla í kvöld fer fram. Áður hafði verið tilkynnt um frestanir á leik Þórs Akureyri og Tindastóls og Vals og KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert