Enn einn leikurinn á Íslandsmótinu í körfuknattleik hefur verið tekinn af jóladagskránni vegna kórónuveirusmita en búið er að fresta viðureign grannliðanna Keflavíkur og Njarðvíkur.
Liðin áttu að mætast á fimmtudagskvöldið, eftir leik karlaliða sömu félaga, en hann er ennþá á dagskránni.
Í tilkynningu segir að frestnunin sé tilkomin vegna einangrunar og sóttkvíar leikmanna. Leiknum verði fundinn nýr dagur eftir áramótin.