Sara Rún Hinriksdóttir landsliðskona í körfuknattleik var í aðalhlutverki hjá Phoenix Constanta í dag þegar lið hennar fór langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitum rúmensku bikarkeppninnar.
Phoenix vann Municipal Targoviste á útivelli, 77:56, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum en liðin mætast aftur í Constanta eftir viku. Sara var stigahæst með 18 stig, tók ennfremur níu fráköst og átti auk þess tvær stoðsendingar en hún spilaði í 30 mínútur, næstmest í sínu liði.