Mannabreytingar á Sauðárkróki

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls.
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikskappinn Zoran Vrkic er genginn til liðs við Tindastól og mun leika með liðinu út yfirstandandi tímabil. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Zoran, sem er 34 ára gamall, er króatískur framherji sem lék síðast með Alkar í heimalandi sínu en hann hefur einnig leikið á Spáni og í Grikklandi á ferlinum.

Thomas Massamba hefur hins vegar yfirgefið félagið en hann skoraði 9 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali í leik með Stólunum á fyrri hluta tímabilsins.

Tindastóll er með 12 stig í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tíu umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert