Morant skyggði á stjörnur Lakers

Ja Morant fer framhjá LeBron James og skorar fyrir Memphis …
Ja Morant fer framhjá LeBron James og skorar fyrir Memphis í leiknum í nótt. AFP

Stórleikur hjá LeBron James var ekki nóg fyrir Los Angeles Lakers í nótt þegar liðið tapaði fyrir Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfuknattleik, 104:99.

LeBron jafnaði sitt besta í þriggja stiga körfum, skoraði átta slíkar, og var með 37 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar. Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu fyrir Lakers, skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og átti 12 stoðsendingar. En Ja Morant skyggði á þá báða og skoraði 41 stig fyrir Memphis.

Devin Booker skoraði 38 stig fyrir Phoenix Suns sem lagði Oklahoma City Thunder að velli, 115:97, og skoraði um leið sitt 10 þúsundasta stig í deildinni. Hann er sjöundi yngsti leikmaður sögunnar til að ná þeim áfanga í NBA, 25 ára og 60 daga gamall.

Chimezie Metu tryggði Sacramento Kings sigur á Dallas Mavericks, 95:94, með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunni.

Úrslitin í nótt:

Detroit  New York 85:94
Indiana  Charlotte 108:116
Boston  LA Clippers 82:91
Chicago  Atlanta 131:117
Memphis  LA Lakers 104:99
Phoenix  Oklahoma City 115:97
Portland  Utah 105:120
Sacramento  Dallas 95:94

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert