Körfuknattleiksdeild Keflavíkur fagnaði áramótunum með því að semja við Litháann Darius Tarvydas og mun hann leika með liðinu út leiktíðina.
Tarvydas er þrítugur og sléttir tveir metrar. Hann lék síðast með Challans í Frakklandi en hann hefur leikið í Frakklandi og í heimalandinu á ferlinum.
Tarvydas mun hefja æfingar með Keflavík 3. janúar næstkomandi og verður hann löglegur gegn Vestra í Subway-deildinni fimmtudaginn 6. janúar.
Keflavík er í toppsæti deildarinnar en liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli í gær, 78.74.