Boston Celtics vann óvæntan 123:108-heimasigur á Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum í kvöld.
Jaylen Brown og Marcus Smart léku afar vel með Boston og skoruðu 24 stig hvor. Þá tók Brown 11 fráköst og Smart 9. Robert Williams bætti við þrefaldri tvennu en hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Devin Booker skoraði 22 stig fyrir Phoenix.
Boston er í 10. sæti Austurdeildarinnar með 17 sigra og 19 töp. Phoenix er í öðru sæti Vesturdeildarinnar með 27 sigra og 8 töp.