Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, hefur ákveðið að fresta alls þremur leikjum í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfuknattleik, Subway-deildunum, vegna kórónuveirusmita.
Um er að ræða tvo leiki í Subway-deild karla og einn í Subway-deild kvenna.
Hjá körlunum hefur leikjum Vals gegn Tindastóli og ÍR gegn Stjörnunni, sem báðir áttu að fara fram næstkomandi fimmtudagskvöld, verið frestað vegna smita í leikmannahópum Tindastóls og ÍR.
Hjá konunum hefur leik Hauka og Njarðvíkur, sem átti að fara fram á miðvikudagskvöld, verið frestað vegna smita innan leikmannahóps Njarðvíkur.
Samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands hefur leikjunum þremur ekki enn verið fundinn nýr leiktími.